Við framleiðum steypu
Steinsteypan sérhæfir sig í framleiðslu og afhendingu á hágæða steypu til mannvirkjagerðar. Steinsteypan þjónustar jafn verktaka og einstaklinga – hvort sem verkið er stórt eða smátt.

Um Steinsteypuna
Steinsteypan býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á öllu sem viðkemur steinsteypu. Frá stofnun hefur Steinsteypan kappkostað að tryggja gæði og afhendingaröryggi. Við framleiðum okkar eigin steypu í tveimur hágæða þýskum framleiðslustöðvum.
Steinsteypan býr yfir glæsilegum tækjaflota og mannauðurinn er með áratuga reynslu í öllu sem viðkemur steypu. Við tökum að okkur flest verk sem snúa að framleiðslu og afhendingu á steinsteypu.
Steypa frá Steinsteypunni
– stenst íslenskar aðstæður
Steinsteypan framleiðir steypu í samræmi við ítrustu umhverfis- og gæðakröfur. Steypan er framleidd í samræmi við ÍST EN 206 steinsteypustaðalinn og Íslensku byggingarreglugerðina.Framleiðslustýringarkerfi okkar er vottað af EFLU verkfræðistofu ásamt því að allt hráefni kemur frá vottuðum birgjum til að tryggja samfelld gæði.
Steinsteypan rekur sína eigin rannsóknarstofu sem sinnir gæðaeftirliti og þróun í samræmi við kröfur steinsteypustaðalinn ÍST EN206. Þar tökum við sýni með reglulegu millibili og skráum í gagnagrunn. Prófanir eru einnig gerðar á þrýstistyrk, fjaðurstuðli og loftblendi. Ásamt því fer steypan í reglubundnar frostþýðu- og veðrunarprófanir hjá verkfræðistofunni EFLA. Þetta gæðaeftirlit tryggir að steypan er reiðubúin að mæta íslenskum aðstæðum.


Vantar þig steypu?
Vinsamlegast hafið samband við söludeild okkar og fáið upplýsingar og ráðgjöf frá reynslumiklu starfsfólki okkar.
Hafðu samband í síma 519-5191 eða sendu okkur tölvupóst með því að smella á hnappinn hér að neðan.