Fróðleikur og gæðamál

Fróðleikur og gæðamál

Steinsteypan rekur sína eigin rannsóknarstofu sem sinnir reglulegu gæðaeftirliti. Á stofunni fer einnig fram vöruþróun þar sem við leitum að nýjustu lausnum í steinsteypu fyrir viðskiptavini okkar.

Prófanir eru gerðar á þrýstistyrk, fjaðurstuðli og loftblendi. Þá kappkostum við að steypan standist íslenskar aðstæður. Því eru sérstakar prófanir á frostþýði auk almennra veðurprófana. EFLA verkfræðistofa sinnir eftirliti og vottun á gæðakerfi.

Hvað einkennir
góða steypu?

Steinsteypa er vandmeðfarið efni sem þarf að hafa styrk, endingu og þjálni til að standast kröfur viðskiptavina okkar. Steypustyrkur er skilgreindur út frá 28 daga þrýstistyrk sívalnings sem geymdur hefur verið í vatni. Þaðan fáum við C gildið sem notað er til að flokka steypu í flokka.

Steypa sem á að standast 30 MPa þrýstistyrk er kölluð C-30. Slík steypa er til að mynda notuð í sökkla, plötur í íbúðarhús, út- og innveggi auk bílaplana.

Þjálni steypu er lýst með sigmálsflokki og er mæld með því að fylla 30cm háa keilu sem er dregin er upp. Loks er sigið á steypunni mælt og þar fáum við þjálni steypunnar.

Hér til hliðar má finna algeng hugtök í steypuframleiðslu.

Styrkleikaflokkur
Steypugerðum er yfirleitt lýst með styrkleikaflokki.  Steypustyrkur er skilgreindur út frá 28 daga þrýstistyrk sívalnings sem geymdur hefur verið í vatni. Þaðan fáum við C gildið sem notað er til að flokka steypu í flokka.

Steypa sem á að standast 30 MPa þrýstistyrk er kölluð C-30. Slík steypa er til að mynda notuð í sökkla, plötur í íbúðarhús, út- og innveggi auk bílaplana.

Þjálni
Þjálni steypu er gjarnan lýst með hálfu eða fullu floti. Henni er þó betur lýst með sigmálsflokkum: S1 – 10-40mm, S2 – 50-90mm, S3 – 100-150mm, S4 – 160-210mm, S5 – 220mm+.

Þjálni steypu er lýst með sigmálsflokki og er mæld með því að fylla 30cm háa keilu sem er dregin er upp. Loks er sigið á steypunni mælt og þar fáum við þjálni steypunnar.

Vatns- og sementshlutfall
V/S tala steypu er hlutfall vatns og sements í nýblandaðri steypu. Þetta hlutfall hefur mikla þýðingu fyrir styrk og endingu steypunnar. Almennt bendir lægra vatnshlutfall gegn steypu til meiri gæða steypunnar.
Áreitisflokkar

Þol steypu gagnvart umhverfisáreiti er lýst með áreitisflokkum. Þeir eru táknaðir með tveimur bókstöfum og tölustaf (t.d. XA3). Frekari skýringar má finna í steinsteypustaðlinum ÍST EN 206.

Kornastærð

Hámarkskornastærð D max táknar stærstu steina í fylliefnum. Algengt er að Dmax sé 22mm en þó getur verið gagnlegt að notast við minni kornastærðir. Til dæmis getur það hjálpað þegar átt er við þrönga byggingarhluta. Því bjóðum við upp á helstu steyputegundir með Dmax 16mm, en sú kornastærð er stundum nefnd perla.

Sementsgerð
Á Íslandi er notast við tvær gerðir af svokölluðu Portlandssementi, annars vegar Rapid sement frá Aalborg Portland og hins vegar Anlegg sement frá Norcem. Einnig er notast við sement blandað með 20% flugösku.
Fjaðurstuðull
Fjaðurstuðull segir til um svignun steypu undan álagi. Í ákveðnum byggingarhlutum getur skipt miklu máli að steypan nái háum fjaðurstuðli. Gæðaeftirlit Steinsteypunnar gerir reglulegar mælingar á fjaðurstuðli.
Íblöndunarefni

Sérstök íblöndunarefni eru notuð í steypu til að ná fram ákveðnum eiginleikum. Algengast er að notast við loftblendi og flot. Loftblendi myndar litlar loftbólur í steypunni sem hindrar því að steypan skemmist í frosti. Flotefni eykur þjálni steypunnar án þess að hafa áhrif á v/s töluna. Einnig er notast við íblöndunarefni sem hægja á eða flýta efnahvörfum.