UMHVERFISMÁL

Steinsteypan gerir umhverfismálum og sjálfbærni nýtingu auðlinda hátt undir höfði. Yfirlýst markmið okkar er að verða umhverfisvænn steypuframleiðandi. Í því felst að starfsemi Steinsteypunnar verði með öllu kolefnishlutlaus árið 2030.

SJÁLFBÆRNI

Steinsteypan hefur sett sér sem markmið að verða umhverfisvænn steypuframleiðandi. Markvisst er stefnt að því að starfsemi og steypuframleiðsla Steinsteypunnar verði kolefnishlutlaus árið 2030.

Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er stór þáttur í starfsemi Steinsteypunnar.

Vistvæn steypa

Umhverfismál eru stór þáttur í starfsemi Steinsteypunnar og verða það áfram um ókomna tíð. Steypan okkar uppfyllir kröfur íslenskra byggingarreglugerða. Nýverið var reglugerðin uppfærð og þar var hert á skilyrðum varðandi lágmark bindiefnis í helstu styrkleikaflokkum steypu.

Við kappkostum því að framleiða vistvæna steypu. Steypuiðnaðurinn hefur tekið stór skref fram á við í þessum málum á síðustu árum. Á rannsóknarstofu Steinsteypunnar og með því að stýra okkar eigin framleiðslu getum við tekið þátt í þeirri vegferð. Sement er ómissandi vara á heimsvísu til bygginga alls kyns mannvirkja. Auk þess hentar steypa einkar vel fyrir íslenskar aðstæður þar sem endingin er afar góð. Enn sem komið er hefur ekki fundist betri kostur en steypa. 

EPD-vottun

Steinsteypan leggur höfuðáherslu á að þjónusta okkar sé umhverfisvæn. Steinsteypan hefur nú fengið EPD-vottun en EPD stendur fyrir Environmental Product Declaration og er skjal þar sem má finna allar upplýsingar um umhverfisáhrif fyrirtækisins.

EPD umhverfisyfirlýsingin er unnin í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið COWI (áður Mannvit).
Með stefnunni færð þú yfirsýn og vitneskju um allt sem þú þarft að vita um umhverfisáhrif Steinsteypunnar.

Jafnlaunastefna

Steinsteypan einsetur sér að á vinnustaðnum sé jafnrétti á öllum sviðum. Hjá Steinsteypunni fá allir jöfn tækifæri þegar kemur að starfi. Hjá Steinsteypunni starfar fjölbreyttur hópur fólks og kappkostum við að sjá til þess að þeim líði vel í starfi.
Stefna Steinsteypunnar er að enginn óútskýrður launamunur verði til staðar. Með því er tryggt að starfskraftar Steinsteypunnar fái sanngjarna umbun fyrir störf sín óháð kyni, kynvitund eða öðrum mögulegum ástæðum.