STEYPA

Steinsteypan aðstoðar þig með verk af öllum stærðum og gerðum. Söludeildin okkar tekur vel á móti þér í síma 519-5191 eða í gegnum tölvupóst á steinsteypan@steinsteypan.is

Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þér.

VÖRUR

Ef þú ert að kaupa steypu í fyrsta skipti skaltu hafa samband við söludeildina í síma 519-5191 eða senda okkur tölvupóst á steinsteypan@steinsteypan.is

Áður en steypa er afhent þarf að ákveða steypugerð, steypumagn í rúmmetrum ásamt losunaraðferð(dæla, bein losun, steypusíló í krana eða hjólbörur).

Hefðbundnar
steyputegundir

Steypa er ekki bara steypa. Algengustu gerðirnar af steypu sem við bjóðum upp á eru skilgreindar út frá styrkleikaflokkum. Þar inni rúmast allt frá steypu fyrir plötur í íbúðarhúsnæði að steypu fyrir bílaplan. Algengustu flokkarnir eru: C16/20, C20/25, C25/30, C30/37, C35/45, C40/50, C45/55, C50/60, C60/75. 

Tölurnar vísa til styrkleika steypunnar 28 dögum eftir uppsetningu. Steypan er framleidd í samræmi við ÍST EN 206:2013 staðalinn um steinsteypu og íslenskar byggingarreglugerðir.

Sérsteypur

Einnig höfum við þróað ýmsar sérsteypur, s.s. vélslípunarsteypu, steypu með vatsþéttieiginleikum.

Fróðleikur og
gæðamál

Hvað einkennir góða steypu? Framleiðslustýringarkerfi okkar tryggir að steypan uppfylli ýtrustu gæðakröfur. Allt okkar hráefni kemur frá vottuðum birgjum.

Það má finna nánari upplýsingar um eiginleika steypunnar með því að smella á „Meira“ hér að neðan.